fbpx
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 6,4% frá því í janúar á þessu ári. Það jafngildir um 16,1% hækkun á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir júlí 2024.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat

Fasteignamarkaður markast af uppkaupum íbúða í
Grindavík

“Umsvif á fasteignamarkaði voru með mesta móti í maí og hafa kaupsamningar í einum mánuði aldrei verið fleiri. Kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 1.760 í maí samanborið við 1.410 í apríl. Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fjölgaði um 10% í maí frá fyrri mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafa ber þó hugfast að viðskipti fasteignafélagsins Þórkötlu í maí voru mun meiri en í apríl, en gengið var frá 423 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði í Grindavík í maí samanborið við 229 í apríl. Séu uppkaup Þórkötlu ekki talin með voru kaupsamningar rúmlega 1.300 í maí og hafa ekki verið fleiri síðan í mars 2021 þegar þeir voru 1.695,” segir í skýrslunni.

Hátt hlutfall íbúða selst á yfirverði

Í maí seldust um 18,4% allra íbúða á yfirverði, 19% á höfuðborgarsvæðinu og 16,7% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ef horft er til síðustu ára má ætla að þegar í kringum 10% íbúða seljist á yfirverði sé fasteignamarkaður í jafnvægi. Hlutfallið er nú álíka hátt á höfuðborgarsvæðinu og það var seinni hluta árs 2020 þegar hækkunarhrina í kjölfar vaxtalækkana hófst.

Sjá einnig: Íbúðaverð hækkar um 1,4% annan mánuðinn í röð

Leiguverð hækkar um 13%

“Leiguverð hélt áfram að hækka í júní og hefur á síðustu þremur mánuðum eða frá því í mars hækkað um 7,4%. Vísitala leiguverðs var 116,1 stig í júní 2024 og hækkaði hún um 2,5% á milli mánaða. Á milli júnímánaða 2023 og 2024 hefur vísitalan hækkað um 13%, en til samanburðar mældist verðbólga 5,8% á sama tímabili og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 9,1%. Á síðastliðnu ári hefur leiguverð því hækkað um 6,8% umfram almennt verðlag og um 3,6% umfram íbúðaverð,” segir í skýrslunni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni