fbpx

Viljinn til að leigja húsnæði fremur en að búa í eigin húsnæði eykst á milli ára

Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Viljinn til að leigja húsnæði eykst á milli ára, í stað þess að búa í eigin húsnæði. Í fyrra náði hlutfall þeirra sem kjósa að búa í leiguhúsnæði lágmarki, eða 8.8%, en það hækkar upp í 12,1% í ár. Það hefur ekki mælst svo hátt síðan það mældist 14,3% árið 2018 en hæst mældist það 22,7% en það var árið 2015. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir október.

Meðalsölutími fasteigna hættur að styttast á höfuðborgarsvæðinu

Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu mælist 41 dagur í ágúst miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og er því lengri en í apríl síðastliðnum þar sem sölutími íbúða var 39-40 dagar. Á landsbyggðinni í heild heldur hann hins vegar áfram að styttast og var 65 dagar í ágúst samanborið við 69 daga í maí.

Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði heldur áfram að lækka

“Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði heldur áfram að lækka, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þar seldust 34,4% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal í ágúst en í júní var hlutfallið 37,5%. Fyrir sérbýlin hefur hlutfallið lækkað úr 46,7% í 39,7% yfir sama tímabil. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur einnig farið lækkandi í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en hefur haldið áfram að hækka annars staðar á landsbyggðinni,” segir í skýrslunni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni