47 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í september 2021. Heildarfasteignamat seldra eigna var 5.282 milljónir króna eða rúmlega 5 milljarðar.
Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.
Þar af voru 34 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 3.708 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 3.012 milljónir króna.
Sjá einnig: Viðskipti með atvinnuhúsnæði í ágúst 2021
50 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins var þinglýst á sama tíma.
Þar af voru 29 kaupsamningur um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 2.358 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 1.173 milljónir króna.