fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

“Íbúðafjárfesting dróst saman um 9,8% milli ára á þriðja ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands. Engu að síður var mikið fjárfest í íbúðarhúsnæði á fjórðungnum, eða fyrir 41,3 ma.kr. á verðlagi ársins 2020, sem er aukning frá fyrsta og öðrum fjórðungi ársins,” segir í Hagsjánni.

2.934 fullbúnar íbúðir hafa skilað sér á markað

Hátt í þrjú þúsund íbúðir hafa skilað sér fullbúnar á markað á þessu ári samkvæmt stöðunni í gagnagrunni Þjóðskrár um síðustu mánaðarmót. Í fyrra voru þær samtals 3.761 talsins sem var mesti fjöldi á stöku ári síðan árið 2007. Þó fullkláruðum íbúðum fækki milli ára í ár, er meira í byggingu nú samanborið við stöðuna um síðustu áramót. Íbúðir í byggingu eru nú tæplega 5.700 talsins en þær voru 4.400 um síðustu áramót.

Hraðari mannfjöldaaukning kallar á fleiri íbúðir

“Íbúðafjárfesting þarf jafnan að þróast í takt við mannfjöldaaukningu í landinu til þess að allir hafi þak yfir höfuðið. Á þriðja fjórðungi ársins fluttu 2.500 fleiri einstaklingar til landsins en frá því, sem er mesti fjöldi aðfluttra umfram brottflutta á stökum ársfjórðungi síðan 2017,” segir í Hagsjánni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni