fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Enn er mikil ró á fasteignamarkaði en hann er þó ekki líflaus. Það virðist enn vera nokkur eftirspurn eftir íbúðum þrátt fyrir miklar vaxtarhækkanir, en stýrivextir hafa verið hækkar um 1,5% á árinu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

Alls voru 411 kaupsamningar gefnir út í janúar á landinu öllu en þeir hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012 eða í meira en áratug. Jólavertíðin gerir það að verkum að umsvif eru gjarnan minnst í janúar en samningar voru litlu fleiri í janúarmánuðum áranna 2013-2015.

Nú eru um 1.500 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu og um 2.500 á landinu öllu.

Hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði var 14,5% í febrúar en það er aukning frá því í janúar þegar hlutfallið var 12,4%. Hlutfall íbúða
á höfuðborgarsvæðiu sem seldust á undirverði hækkaði þó einnig milli mánaða en hlutfallið jókst úr 69,8% í janúar í 72,7% í febrúar.

Meðalsölutími íbúða minnkaði en hann var 47,4 dagar í febrúar á höfuðborgarsvæðinu samanborið við 50,9 daga
í janúar.

“Birgðatími íbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu mældist 5,3 mánuðir í febrúar sem þýðir að það tæki svo langan tíma að selja þann fjölda íbúða sem var til sölu 1. febrúar ef viðskipti væru jafn mörg og í janúar. Svo langur hefur birgðatíminn ekki verið frá upphafi mælinga sem var í október 2017. Þó ber að hafa í huga að hann mælist oft óvenju mikill
í janúar og febrúar hvers árs.
Svipaða sögu er að segja um nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins en þar mældist birgðatíminn 7,3 mánuðir en var 4,1 mánuður í janúar,” segir í skýrslunni.

Sjá einnig: Leiguverð tekur stökk

Seðlabankinn herðir taumhaldið enn frekar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 7,5% í síðustu viku sem er hækkun um 1 %. Stýrivextir hafa ekki verið jafn háir síðan á fyrri hluta árs 2010.

Lægstu óverðtryggðu vextir bankana verða á bilinu 9-9,34% ef bankarnir hækkar vexti jafn mikið og stýrivexti, sem þýðir að mánaðargreiðslubyrði getur því hækkað úr 275.000kr í 305.000kr á 40 milljón króna óverðtryggðu láni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni