Hægt var um sölu á fasteignamarkaði árið 2023 eftir mikla sölu árin áður, eftir að COVID skall á árið 2020 og Seðlabankinn byrjaði að lækka stýrivexti. Í kjölfarið varð mikil hækkun á fasteignamarkaði en Seðlabankinn byrjaði þá að hækka vexti sem hægði verulega á fasteignamarkaði.
En hvernig mun þetta vera árið 2024?
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat
Nú hefur Seðlabankinn haldið stýrivöxtum óbreyttum í síðustu 2 vaxtaákvörðunum og munu stýrivaxtaákvarðanir hafa mikil áhrif á hvort fasteignaverð hækki eða lækki á árinu. Það verður spennandi að sjá hvernig næsta stýrivaxtaákvörðun fer.
Verðbólga hjaðnaði óvænt í desember 2023, en hagfræðingar áttu von á því að ársverðbólga myndi hækka á milli mánaða. Þetta gæti þýtt að stýrivextir byrji að lækka fyrr en var búist við, sérstaklega ef verðbólga heldur áfram að hjaðna.
Sjá einnig: Jafnvægi að komast á fasteignamarkað
Það lítur einnig út fyrir að launahækkanir séu handan við hornið en Sólveig Anna, formaður Eflingar, telur líklegt að hægt verði að undirrita nýja kjarasamninga á næstu vikum og mögulega fyrir mánaðamót. Þetta þýðir þá að kaupmáttur eykst sem gerir fleira fólki kleift að kaupa íbúð.
Mín spá er að verstu tímarnir eru á bakvið okkur og að árið 2024 verði betra en síðasta ár með heilbrigðari fasteignamarkaði. En auðvitað getur margt gerst, þannig það er aldrei hægt að segja fyrir víst.