fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

16,7% allra íbúða seldust á yfirverði í mars samanborið við 13,4% í febrúar. Ekki hefur mælst jafnmikill kaupþrýstingur síðastlistinn áratug á fasteignamarkaði ef frá er talið árið 2017 og tímabilið frá miðju ári 2020 út árið 2022. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat

Kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi 29% fleiri í ár

“Kaupsamningum í mars fjölgaði annan mánuðinn í röð. Kaupsamningar í mánuðinum voru 1.122 en samningarnir voru 1.000 í febrúar. Sé miðað við mars í fyrra voru kaupsamningarnir rúmlega fjórðungi fleiri í ár. Heildarfjöldi kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi voru 2.673 talsins, eða 29% fleiri en á sama tíma í fyrra. Áberandi er fjölgun þeirra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst í ár samanborið við fyrra ár. Kaupsamningarnir á landinu voru álíka margir á nýliðnum ársfjórðungi og árið 2022. Alls gengu 2.814 íbúðir kaupum og sölum í fyrrnefndum kaupsamningum á nýliðnum ársfjórðungi,” segir í skýrslunni.

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við
framboð

Fjöldi notenda sem senda inn ósk eða umsókn um leiguhúsnæði hefur vaxið mikið á vefnum myigloo.is í ár. Áætla má að hægt væri að gera á milli 1.500 og 2.000 leigusamninga í gegnum vefinn. Leiguskrá HMS sýnir hins vegar að einungis um 500-800 leigusamningar taka gildi í gegnum vefinn í hverjum mánuði, sem bendir til þess að eftirspurn
eftir leiguhúsnæði á auglýstu leiguverði sé meira en framboð.

Sjá einnig: Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Vænta hárra nafnvaxta út næsta ár hið minnsta

“Ný könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila sem framkvæmd var í apríl bendir hins vegar til að vextir komi til með að lækka hægar en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Markaðsaðilar töldu í lok janúar að vextir myndu lækka um tvö prósentustig fram til mars 2025. Nýja könnunin leiðir í ljós að markaðsaðilar telji nú að vextir komi til með að lækka um hálft prósentustig yfir sama tímabil. Markaðsaðilar vænta þess að vaxtalækkunarferli gangi hægar fyrir sig en áður og að í lok árs 2025 hafi vextir lækkað um 2% frá því sem nú er,” segir í skýrslunni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni