fbpx

Söluhagnaður

Lög, gjöld & skattar

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.

Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.

 

Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.

Skattar af sölu á íbúðarhúsnæði – einstaklingar

Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis, þ.m.t. búseturéttar, í eigu manns er mismunur söluverðs að frádregnum sölukostnaði og stofnverðs, þ.e. kostnaðar- eða kaupverðs. Tvennt getur haft áhrif til lækkunar á stofnverði. Annars vegar áður fenginn söluhagnaður og hins vegar skattfrjáls eigin vinna.

 

Eignarhaldstími styttri en tvö ár

Ef íbúðarhúsnæði eða búseturéttur er seldur og seljandi hefur ekki átt eignina í full tvö ár er söluhagnaðurinn að fullu skattskyldur.

 

Frestun á tekjufærslu

Ef seljandi hefur ekki keypt eða hafið byggingu á öðru íbúðarhúsnæði í staðinn fyrir það selda er hægt að óska eftir frestun á skattlagningu söluhagnaðar um tvenn áramót frá söludegi.

 

Eignarhaldstími lengri en tvö ár

Ef seljandi hefur átt íbúðarhúsnæðið í full tvö ár er söluhagnaður af því skattfrjáls, svo fremi sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda á söludegi sé ekki meira en 600 rúmmetrar hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrar hjá hjónum. 

 

Lækkun á stofnverði nýs íbúðarhúsnæðis/búseturéttar

Ef um er að ræða skattskyldan söluhagnað af íbúðarhúsnæði/búseturétti í eigu manns er hægt að óska eftir að söluhagnaðurinn verði færður til lækkunar á stofnverði íbúðarhúsnæðis eða búseturéttar sem keyptur hefur verið á sama ári og eldri eignin var seld. Sama á við um íbúðarhúsnæði sem hafin er bygging á.

 

Hagnaður af sölu annarra fasteigna

Söluhagnaður af sölu annarra fasteigna en íbúðarhúsnæðis er skattskyldur. Er hér m.a. átt við sölu á sumarbústað, hesthúsi, bátaskýli, landi eða lóð.

 

Hér er hægt að skoða betur skatta af sölu á fasteignum fyrir einstaklinga:

https://www.skatturinn.is/einstaklingar/fjarmagnstekjur/soluhagnadur/soluhagnadur