Lög, gjöld & skattar
Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.
Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.
Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.
Heimagisting – Airbnb og sambærileg útleiga
Tekjur einstaklinga af heimagistingu eru annað hvort skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur eða fjármagnstekjur. Meginreglan er að skattleggja þær sem atvinnurekstrartekjur.
Ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt eru tekjurnar skattlagðar sem fjármagnstekjur.
1. Útleigan telst heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
2. Útleigan hefur verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer.
3. Heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu er að hámarki 2.000.000 kr.
Gistináttaskattur og virðisaukaskattur
Nemi heildarfjárhæð leigutekna hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. á tekjuárinu eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar eru allar leigutekjur ársins skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur.
Heimagisting er gisting gegn endurgjaldi á lögheimili einstaklings eða í einni annarri fasteign sem hann hefur til persónulegra nota og er í hans eigu. Hún fellur undir rekstrarleyfi í flokki I samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Séu skilyrði heimagistingar uppfyllt ber ekki að leggja gistináttaskatt á sölu gistináttaeininga. Skilyrðin eru m.a.
1. að aðili hafi leyfi til reksturs slíkrar gistingar
2. að fjöldi seldra gistinátta á almanaksári sé ekki umfram 90 daga
3. að heildarsöluverð gistinátta sé ekki umfram 2.000.000 kr. á almanaksári
Uppfylli aðili ekki framangreind skilyrði, og að því gefnu að honum beri að skrá starfsemi sína á virðisaukaskattsskrá, ber honum að innheimta gistináttaskatt af seldum gistináttaeiningum og standa skil á honum í ríkissjóð.
Ef tekjur gestgjafa af útleigu á gistirými eru hærri en 2.000.000 kr. innan almanaksárs ber viðkomandi að leggja VSK á gistinguna og skila honum til ríkissjóðs. Álagður VSK er 11% fyrir leigu í 30 daga eða skemur. Leiga í meira en einn mánuð í einu er undanþegin VSK vegna þess að hún fellur ekki undir lög nr. 57/2007.
Hér er hægt að skoða meira um Airbnb: https://www.airbnb.is/help/article/2462