Við hjá Eignar fasteignagreining breytum leiknum með því að virkja mátt gervigreindar í þágu kaupenda. Í dag byggja margir ákvörðun sína í fasteignaviðskiptum enn á tilfinningu og von um að kaupin reynist góð. Með Eignari færð þú skýra mynd á markaðsverð og hlutlausa greiningu á áhættuþáttum, svo þú getur tekið upplýsta ákvörðun í fasteignaviðskiptunum.
Verðmatslausn Eignar veitir óháð mat á markaðsvirði íbúðarhúsnæðis út frá margvíslegum gögnum, svo sem nýlegum sölum sambærilegra eigna í hverfinu, þróun fasteignaverðs og öðrum lykilþáttum. Þannig færð þú skýra mynd af því hvort ásett verð sé í takti við markaðinn.
Nýja lausnin, söluyfirlitsgreinirinn, stígur svo næsta skref. Hann les söluyfirlitið frá fasteignasala, dregur fram það sem skiptir raunverulega máli og bendir á atriði sem ætti að skoða sérstaklega áður en farið er á opið hús, td. mögulega viðhaldsþörf, aldurstengda áhættuþætti, samanburð á fermetraverði og annara lykilþátta.
Öll tól Eignar byggja á rauntímagögnum og eru knúin gervigreind sem hefur verið sérþjálfuð á íslenskum fasteignagögnum. Með Eignar færð þú „vin í fasteignum“ sem er með þér í liði þegar kemur að því að taka upplýstar ákvarðanir í fasteignaviðskiptum. https://eignar.is/





