fbpx
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Mig langar að segja þér aðeins frá því hvernig fasteignamarkaðurinn virkar, hvað hefur áhrif á verð og þess háttar.

Það sem hefur áhrif á verð á fasteignamarkaði eru aðallega framboð og eftirspurn. Ef framboð af húsum eykst hraðar en eftirspurn hefur það lækkandi áhrif á fasteignaverð, ef eftirspurn eykst hraðar hefur það hækkandi áhrif á fasteignaverð.

Annað sem hefur líka mikil áhrif á fasteignaverð er kaupmáttur. Það þýðir í rauninni hvað fólk getur greitt fyrir fasteign. Ef laun í landinu hækka eða vextir lækka þá eykst kaupmáttur og fasteignaverð hækkar í takt við það. Hins vegar ef laun lækka eða vextir hækka þá minnkar kaupmáttur og fasteignaverð lækkar með.

Ef það er mikið af störfum í boði í kringum ákveðið svæðið þá hækkar verðið almennt meira á því svæði en þar sem er lítið af störfum. Sem dæmi þá var borgin Detroit í Bandaríkjunum fyrir árið 2008 í mikilli uppsveiflu, því að þar var mikið af störfum í boði í kringum bílaiðnaðinn. Detroit hefur stundum verið kölluð “Motor City”. Eftir að flest störfin í bílaiðnaðinum fór úr Detroit þá hrapaði fasteignaverðið. Mun færri voru með vinnu og þá lækkaði fasteignaverðið í takt við það.

Auðvitað hefur margt annað áhrif eins og stærð húss, ástand húss, þægindi að búa á svæðinu, hversu stutt er í matvörubúðir, afþreyingu og fleira.

Í grunninn þá fer verð á fasteign eftir staðsetningu hennar og hversu æskileg fasteignin er.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni