fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Samkvæmt þróunaráætlun 2020-2024 sem var unnin af verkfræðistofunni VSÓ fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er áætlað að átta þúsund nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað fyrir árslok 2024.

Alls verða þetta 8.030 íbúðir og 4.100 af íbúðum verða í Reykjavík, eða meira en helmingurinn. Garðabær bætir við langflestum íbúðum hlutfallslega á meðan áætlanir í Kópavogi og Hafnarfirði tóna vel við langtíma meðaluppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Hér er fjallað um í þróunaráætluninni hvar uppbygging verður:

“Í Garðabæ mun áframhaldandi uppbygging í Urriðaholti og ný uppbygging á Álftanesi, í Vetrarmýri, Hraunsholti og þéttingarreit Lyngási viðhalda mikilli uppbyggingu næstu árin. Hið sama má segja um Kópavog, en þar mun þétting byggðar í Kársnesi og miðbæjarreitum ásamt 201 Smára, Nónhæð og vestari hluta Glaðheimasvæðis setja mikið magn íbúða á markaðinn út 2024. Í Mosfellsbæ verður byggt í nýjum áföngum í Helgafellshverfi ásamt
þéttingarreitum miðsvæðis en uppbyggingin gæti orðið eitthvað hóflegri en síðustu árin. Í Hafnarfirði verður byggt á nýbyggingarsvæðum í síðasta áfanga Vallahverfis og nýju Hamraneshverfi auk þéttingarreita í Hraunum og við Flensborgarhöfn. Í Reykjavík er stefnt að mikilli þéttingu byggðar sem dreifist nokkuð vel um nýverandi byggð, ásamt því sem úthverfi í Úlfarsárdal, við Leirtjörn og Norðlingaholti verða fullbyggð. Ef litið er á Vogabyggð og Ártúnshöfða sem eitt þéttingarsvæði verður ekki hjá því komist að nefna það sérstaklega, en vegna stærðar mun hafa sérstöðu meðal margra annarra metnaðarfullra þéttingarverkefna í Reykjavík. Í Skerjafirði og Gufunes verður mikil uppbygging þar sem spunnið er við eldri en dálítið jaðarsetta byggð.” segir í Þróunaráætluninni.

Í þróunaráætlun er sett fram ný mannfjöldaspá sem gerir ráð fyrir íbúafjölgun upp á rúmlega 10.200 manns frá ársbyrjun 2020 til ársloka 2024 með skekkjumörkum upp á rúmlega +/- 3.500 manns. Um er að ræða hóflega mannfjöldaaukningu samanborið við síðustu fjögur ár sem á sér skýringar í efnahagssamdrætti vegna Covid–19.

Einnig er fjallað um íbúðarþörf, en sá fjöldi er töluvert lægri en áætlanir segja til um. Miðspá er að þörf verði fyrir 5.200 nýjar fullbyggðar íbúðir, lágspá er 4.000 og háspá 7.200. Íbúðarþörfin mun þá líklegast liggja á þessu bili.

Það er mjög gott að geta séð svona áætlanir og tölur þó svo að þær standist ekki alltaf, þá er hins vegar hægt að gera sér upp ákveðna mynd á fasteignamarkaðnum næstu árin.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni