fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Þegar COVID-19 skall á árið 2020 byrjaði Seðlabankinn að lækka vexti og í kjölfarið rauk fasteignaverð upp og hélt þannig áfram þangað til um mitt ár 2022.

En hvað nú? Er fasteignaverð á niðurleið?

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 0,8% á síðustu 12 mánuðum, 1,2% á síðustu 3 mánuðum og 1,3% á síðustu 6 mánuðum. Sem þýðir að fasteignaverð hefur meira eða minna staðið í stað með örlitlum hækkunum og lækkunum á milli mánaða.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat

En hvað gerist nú þegar stýrivextir Seðlabankans eru komnir í 9,25%?

Hækkun stýrivaxta gerir það að verkum að greiðslubyrði á lánum verður meiri og þar af leiðandi getur fólk ekki keypt eins dýra fasteign og áður.

Hins vegar þá eru kjarasamningar framundan og þá hefur fólk meira á milli handanna ef laun hækka og einnig er mikill íbúðaskortur, sem gerir það að verkum að meiri eftirspurn verður eftir fasteignum. Þessi tvö atriði munu hafa hækkandi áhrif

Ég spái því að fasteignaverð mun annað hvort standa í stað eða lækka örlítið. Ég hef ekki trú á því að fasteignaverð fari að hækka á meðan stýrivextir hækka, en ég hef heldur ekki trú á því að fasteignaverð muni lækka mikið vegna íbúðaskorts.

Auðvitað veit enginn hvað mun gerast og óskaplega erfitt að spá í framtíðina. Við verðum bara að bíða og sjá.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni