fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Síðastliðinn miðvikudag, 4. október 2023, gaf peningastefnunefnd Seðlabankans út að stýrivextir bankans myndu haldast óbreyttir í 9,25%.

Stýrivextir höfðu fram að þessu verið hækkaðir 14 sinnum í röð.

Þetta gæti gefið til kynna að toppurinn á stýrisvaxtahækkunum sé ekki langt í burtu en það fer eftir því hvernig verðbólgan mun haga sér.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat

Íbúðaverð helst stöðugt

Eins og kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir september 2023 hefur íbúðaverð haldist stöðugt en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgaðsvæðinu hækkaði um 0,7% í ágúst 2023. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 2,1% en verð á sérbýli hækkað um 2,6%.

Enn rólegt á fasteignamarkaði

“Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkaði í júlí frá fyrri mánuði. Gerðir voru samtals 615 samningar um kaup á íbúðarhúsnæði í júlí samanborið við 709 samninga í júní. Á þessu ári hafa að meðaltali 616 samningar verið gerðir á mánuði samanborið við 825 samninga á mánuði að meðaltali fyrstu sjö mánuði síðasta árs. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum og voru viðskiptin 403 talsins samanborið við 470 í júní. Sömu sögu er að segja af samningum á norður-, suður-, og austurlandi. Hins vegar fjölgaði samningum á vesturlandi. Fjöldi samninga stóð í stað á Suðurnesjum og á Vestfjörðum,” segir í skýrslunni.

Þrátt fyrir miklar stýrivaxtahækkanir hefur íbúðaverð haldist stöðugt vegna mikillar spennu eftirspurnar megin. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist núna þegar stýrivextir haldast óbreyttir.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni