fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Í júní framkvæmdi HMS könnun meðal fasteignasala um stöðu markaðarins. Af þeim 330 sem fengu könnunina svöruðu 112, eða um 34%. Niðurstöðurnar sýna að fasteignasalar telja markaðinn nú vera á valdi kaupenda, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru þó fleiri sem sjá markaðinn sem í jafnvægi. Þetta er breyting frá fyrri mánuði þegar flestir töldu markaðinn hvorki halla að kaupendum né seljendum. Þetta kemur fram í skýrslu HMS fyrir maí mánuð 2025.

Mark­að­ur við stofu­hita í jan­ú­ar til apr­íl

Mælingar HMS sýna að fasteignamarkaðurinn var í meðallagi fyrstu fjóra mánuði ársins, bæði hvað varðar fjölda kaupsamninga og verðþrýsting. Fjöldi samninga var í samræmi við meðaltal síðustu tíu ára á öllum mánuðum tímabilsins.

Mark­aðs­leiga hef­ur hækk­að um tæp 9% á síð­ustu 12 mán­uð­um

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,15% í maí og stendur vísitala leiguverðs nú í 123,3 stigum. Á síðustu 12 mánuðum hefur leiguverð hækkað um 8,83%, sem er umfram bæði verðbólgu (3,8%) og hækkun íbúðaverðs (5,72%). Að raunvirði nemur hækkunin 4,9% á ársgrundvelli í maí, samanborið við 6,6% í apríl.

Óverð­tryggð­ir vext­ir banka lækka eft­ir stýri­vaxta­lækk­un
Eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 7,75% í 7,5% í maí, lækkuðu bankarnir breytilega óverðtryggða vexti í kjölfarið. Lægstu vextir standa nú í 9% hjá Landsbankanum, 9,19% hjá Arion og 9,25% hjá Íslandsbanka.

Fjármálaþjónustan Auður, sem starfar undir Kviku, býður nú lán með 8,5% vöxtum – en aðeins með allt að 55% veðsetningu. Til samanburðar miðast veðsetningarþök fyrir lægstu kjör hjá bönkunum við 60–70%.

Lægstu vextir hjá lífeyrissjóðum eru 8,72%, en margir sjóðir bjóða ekki slíkt lán og setja aukin skilyrði fyrir veitingu íbúðalána.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni