Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% á milli mánaða frá september til október 2022. Enn er hækkun á fasteignamarkaði en þó ekki eins mikil og hefur verið.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu mánuðum en þó svo að fasteignamarkaður sé enn að hækka er það töluvert minni hækkun en hefur verið. Hækkunin er minni en var í síðasta mánuði en þá var hækkunin 0,8% á milli mánaða frá ágúst til september 2022.
Sjá einnig: Hvað gerist næst á fasteignamarkaði?
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 21,5%. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 1,0% og síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 7,5% samkvæmt HMS.
Sjá einnig: Hröð lækkun á íbúðum sem seljast yfir ásettu verði
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig áfram að hækka en vísitalan hækkaði um 0,6% á milli mánaða frá september til október 2022 samkvæmt HMS.