fbpx
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Útgefnir kaupsamningar hafa fækkað verulega á fasteignamarkaði alls staðar á landinu. Útgefnir kaupsamningar voru 382 talsins á höfuðborgarsvæðinu í október miðað við árstíðaleiðréttartölur og hafa þeir ekki verið færri síðan 2013. Þetta kemur í mánaðarskýrslu HMS fyrir desember 2022.

Fasteignamarkaður heldur áfram að kólna

“Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna og eftirspurn að dragast saman eftir undangengnar stýrivaxtahækkanir. Þó ríkir ekki frost á markaðinum eins og var á árunum eftir hrun. Umsvifin eru álíka eins og árin 2013-2014,” segir í skýrslunni.

Enn eykst framboð íbúða

Framboð íbúða til sölu heldur áfram að aukast hratt. Nú eru 2.392 íbúðir til sölu á landinu öllu en þær voru 2.145 í byrjun nóvember. Þar af eru 1.429 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, 529 íbúðir í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og 343 annars staðar á landinu.

Færri íbúðir seljast yfir ásettu verði

“Eitt helsta einkenni fasteignamarkaðarins á tímum COVID19 faraldursins var hve margar íbúðir seldust yfir ásettu verði vegna verulegs eftirspurnarþrýstings og samkeppni um íbúðir. Undanfarna mánuði hefur sú þróun hins vegar verið að snúast við.
Á höfuðborgarsvæðinu seldust 19,7% íbúða yfir ásettu verði í nóvember samanborið við 24,3% í október en þegar mest var, í apríl síðastliðnum, seldust ríflega 65% íbúða yfir ásettu verði. Þar af seldust 13,2% sérbýla yfir ásettu verði en 21,4% íbúða í fjölbýli. Í nágrannasveitarfélögunum seldust 11,8% íbúða yfir ásettu verði í nóvember en annars staðar á landinu var hlutfallið 12,6%. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er hlutfall íbúða sem fer yfir ásettu verði því orðið í takt við það sem tíðkaðist fyrir COVID19 faraldurinn,” segir í skýrslunni.

Sjá einnig: Íbúðaverð lækkar

Greiðslubyrði fasteignaverðs hækkar

“Frá ársbyrjun 2019 fram á mitt ár 2020 lækkaði mánaðarleg greiðslubyrði fasteignaverðs þrátt fyrir hækkandi fasteignaverð því vextir höfðu lækkað verulega. Síðan þá hafa bæði vextir og fasteignaverð hækkað þónokkuð. Fyrir vikið hefur greiðslubyrði fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 34,7% ef miðað er við verðtryggð lán og heil 105,1% ef miðað er við óverðtryggð lán. Ef þróunin er skoðuð frá ársbyrjun 2019 hefur greiðslubyrði fasteignaverðs aukist um 8,3% ef miðað er við verðtryggð lán en 44,0% ef miðað er við óverðtryggð lán,” segir í skýrslunni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni