fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Fasteignamarkaður er svo sannarlega að taka við sér en kaupsamningar í febrúar voru 990 miðað við 550 í janúar eða 80% fleiri. Sé miðað við febrúar í fyrra voru kaupsamningarnir rúmlega helmingi fleiri í ár. Þetta er mikil fjölgun kaupsamninga sem gæti bent til þess að fasteignamarkaður sé að lifna aftur við eftir hægt 2023. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8% í mars

“Ný gæðaleiðrétt vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í mars samanborið við 1,9 prósenta hækkun í febrúar,” segir í skýrslunni.

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat

En hvað er það sem veldur þessu?

HMS telur íbúðakaup Grindvíkinga í febrúar vera að hafa þessi áhrif á fasteignamarkaðinn, en Alþingi samþykkti lög um kaup ríkisstjórnarinnar á íbúðarhúsnæði í bænum 23. febrúar síðastliðinn. Allt að 900 íbúðaeigendur sem áttu lögheimili í Grindavík geta selt sína fasteign og keypt aðra íbúð á fasteignamarkaði.

Fleiri íbúðir seljast á yfirverði

“Í febrúar seldust 13,4% allra íbúða á yfirverði samanborið við 9,9% í janúar. Hækkunina má rekja til fleiri íbúða sem seljast á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu en 15% íbúða þar seldust á yfirverði í febrúar. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins seldust um 9,1% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 11,8%,” segir í skýrslunni.
“Í febrúar seldust 13,4% allra íbúða á yfirverði samanborið við 9,9% í janúar. Hækkunina má rekja til fleiri íbúða sem seljast á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu en 15% íbúða þar seldust á yfirverði í febrúar. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins seldust um 9,1% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 11,8%,” segir í skýrslunni.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni