Það var margt sem gekk á á fasteignamarkaðnum árið 2021 og nánast öll met voru sleginn. Það var mikið um veltu og framboð húsnæðis til sölu minnkaði svakalega eins og sjá má hér, sem átti stóran hlut í því að fasteignaverð hækkaði svo ört.
“Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 16.030 talsins og var upphæð viðskiptanna um 853 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Þegar árið 2021 er borið saman við árið 2020 fjölgar kaupsamningum um 13,6% og velta hækkar um 23,3%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar samningum um 7,3% á milli ára og velta hækkaði um 18,5%.” Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.
Íbúðir til sölu héldu áfram að lækka árið 2021 og er nú mjög lítið framboð á fasteignamarkaði. Hér er hægt að sjá nánar talað um þetta í lok síðasta árs: Lítið framboð íbúða til sölu.
Seðlabanki Íslands hækkaði vext úr 0,75% í 2% á árinu til að sporna gegn þeirri miklu hækkun sem átti sér stað á fasteignamarkaði.
Tekjur á Airbnb fóru að aukast og en þær höfðu lækkað mjög mikið síðan heimsfaraldurinn skall á. Þegar fleiri ferðamenn fór að koma til landsins fór nýtingarhlutfall þeirra íbúða sem í boði eru að hækka mjög mikið en hlutfallið fór t.d. úr 10% í janúar í um 73% í júlí.
Met voru sett í meðalsölutíma íbúða og íbúða sem seldust yfir ásettu verði. Meðalsölutími íbúða var meðal annars 38 dagar í maímánuði og 37 dagar í júní á árinu. 32% íbúða á öllu landinu seldust yfir ásettu verði í maí sem er methlutfall frá upphafi mælinga í janúar árið 2013.
Hér eru fleiri fréttir frá árinu 2021 sem geta sett skýrari mynd á árið:
Íbúðaverð hækkar hratt í kringum höfuðborgarsvæðið.
Fasteignamarkaðurinn farinn að valda áhyggjum.