fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Það er enn mikið um að vera á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og árshækkun mælist nú 16% og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Sjá einnig: Methluftall íbúða seldist yfir ásettu verði.

Einnig kemur fram að ástandið er farið að valda Seðlabankanum áhyggjum, en Seðlabanki Íslands er nú þegar byrjaður að beita þjóðhagsvarúðartækjum til þess að slá á þá spennu sem nú ríkir á fasteignamarkaði, með því að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85% af virði fasteignar niður í 80%.

Mestu hækkanir síðan 2017

“12 mánaða hækkun sérbýlis mælist nú 17% og
lækkar örlítið frá því í maí þegar hún mældist rúm
18%. 12 mánaða hækkun fjölbýlis er nú 15,3%,
hækkar frá því í maí, og hefur ekki verið meiri síðan
í október 2017. Hækkanir á íbúðaverði eru nú
orðnar áþekkar því sem sást á árunum 2016 og 2017
og hefur spenna aukist nokkuð umfram það sem
spár gerðu ráð fyrir,” segir í spánni.

Sjá einnig: Eftirspurn gæti breyst á einni nóttu þegar faraldrinum linnir.

Helmingi fleiri íbúðir seljast mánaðarlega

Á árinu hafa að jafnaði 811 íbúðir selst í hverjum mánuði. Það eru 52% fleiri en á sama tíma í fyrra.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni