Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3% frá núverandi mati og verður 15,3 billjónir króna. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS.
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat
“Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,1% á milli ára, en hækkunin er 6,6% á landsbyggðinni. Mesta hækkunin er á fasteignamatinu í Flóahreppi (20,6%), Tálknafjarðarhreppi (20,0%) og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (19,8%). Fasteignamatið í Kjósarhreppi lækkar hins vegar um 1,5%,” segir í fréttinni.
Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu og 7,4% á landsbyggðinni, en hækkunin nemur 6% á landinu öllur
Fasteignamat sumarhúsa hækkar um 15,6% á landinu öllu.
Sjá einnig: Fleiri íbúðir seljast hraðar og á yfirverði
Á vefnum https://leit.fasteignaskra.is er hægt að fletta upp nýju fasteignamati fyrir einstaka fasteignir.