fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Nýja fjártæknifélagið Hluteign mun á næstu misserum bjóða upp á fasteignakaup í smásölu. Það þýðir að fólk getur fjárfest í fasteignum fyrir þá upphæð sem hentar þeim, alveg niður í 10.000kr. Þannig mun Hluteign gera fólki kleift að njóta góðs af fasteignahækkunum og leigutekjum án þess að þurfa að borga margar milljónir inn á fasteign.

“Við sjáum tækifæri í því að hjálpa fólki að ná öruggri og góðri ávöxtun, en það er auðvitað ekki hægt að lofa neinu, við horfum bara á söguna og fasteignamarkaðurinn heldur áfram að sanna sig að vera mjög öruggur fjárfestingakostur,” segir Einar Þór Gústafsson, stjórnarmaður hjá Hluteign í viðtali við Fasteignabloggið.

Sjá einnig: 35.000 nýjar íbúðir á markað

Hvernig virkar Hluteign?

Hver og einn aðili mun halda á eignarhlut í samræmi við það fjármagn sem viðkomandi leggur út, ekki ósvipað því og þegar pör kaupa eign og eru skráð með 50% hluta hvor.

“Fólk fær að velja hvaða fasteign það fjárfestir í, eins og fólk getur átt fyrir ákveðna upphæð í Marel eða Icelandair þá getur það átt fyrir ákveðna upphæð í Dúfnahólum 10 sem dæmi,” segir Einar.

Engin lán

“Engin lán verða á eignunum en kaup á hverri fasteign verður fjármögnuð af fólki sem ákveður að fjárfesta í fasteignum á vegum Hluteignar,” segir Einar.

Hluteign bindur vonir við það að fyrstu eignir fari í sölu í byrjun næsta árs og að útleiga hefjist í beinu framhaldi. Skráning er þegar hafin á biðlista sem veitir skráðum aðilum forkaupsrétt í 48 klukkustundir eftir opnun.

Hægt er að lesa betur um Hluteign og skrá sig á biðlista á heimasíðu þeirra: https://www.hluteign.is/

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni