Lög, gjöld & skattar
Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.
Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.
Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.
Gjöld
Gjöld við kaup
Stimpilgjald
Kaupandi greiðir 0,8 % í stimpilgjald af heildarfasteignamati. Sé um fyrstu kaup að ræða greiðist 0,4% af heildarfasteignamati og 1,6% ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsing
Kostnaður við Þinglýsingu er 2.500kr af hverju skjali
Lántökugjald
Lántökugjald er mismunandi eftir lánastofnunum en er almennt um 50.000kr
Þjónustu- og/eða umsýslugjald
Gjald sem greitt er til fasteignasala fyrir að annast pappírsvinnu og umsýslu gagna.
Gjöld við sölu
Söluþóknun fasteignasala
Almennt er söluþóknun fasteignasala í einkasölu á bilinu 1,75% – 2% af söluverði eignar auk vsk. En flestir eru með eitthvað lágmark.
Gagnaöflunargjald
Seljandi fasteignar greiðir almennt á bilinu 70-80.000kr m/vsk. vegna öflunar gagna og ljósmyndun.