Samkvæmt sérfræðingum fasteignaskrár HMS er heildarvirði allra fasteigna landsins, bæði íbúðarhús og atvinnuhúsnæði, 14,6 billjónir króna (14.600 milljarðar). Þetta jafngildir 36,6 milljónum króna á hvern íbúa á Íslandi eða um 48,2 milljónir á hvern íbúa sem er 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS.
Verðmæti allra fasteigna á Íslandi jókst um 1,8 billjón króna (1.800 milljarða) á milli ára, en alls eru um 221 þúsund fasteignir á Íslandi.
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat
“Fasteignamatið er endurmetið árlega og var matið, sem nú tekur gildi, fyrst kynnt fasteignaeigendum í júní og miðaðist við gangverð fasteigna í febrúar 2023. Verðþróun það sem eftir lifir af árinu kemur ekki inn í matið fyrr en árið á eftir,” segir í fréttinni