fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Fasteignagátt Þjóðskrár hefur endurbætt upplýsingagjöf um fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði. Meðalaldur fyrstu kaupenda á öðrum ársfjórðungi á Norðurlandi vestra var 26,5 ára en 29,9 ára á Höfuðborgarsvæðinu. Meðalaldur fyrstu kaupenda um allt land var um 29,7 ár.

Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.

“Finna má upplýsingar um meðalaldur, meðalstærð og meðalverð fasteigna fyrstu kaupenda í endurbættu talnaefni í Fasteignagátt Þjóðskrár,” segir í fréttinni.

Sjá einnig: Höfuðborgarsvæðið leiðir hækkanir

Fyrstu kaupendur keyptu stærstu eignirnar á Norðurlandi Vestra sem voru að meðaltali 132,8 fermetrar á öðrum ársfjórðungi en minnstu eignirnar á Höfuðborgarsvæðinu sem voru að meðaltali um 94,7 fermetrar.

Meðalkaupverðið fyrir fyrstu kaupendur var hæst á höfuðborgarsvæðinu á öðrum ársfjórðungi eða um 50,4 m.kr en lægst á Vestfjörðrum eða um 25,5 m.kr. Þeir sem hafa keypt áður keyptu fasteignir fyrir að meðaltali 69,5 m.kr. á Höfuðborgarsvæðinu en um 28,4 m.kr. á Vestfjörðum.

Sjá einnig: Meðalsölutími íbúða hefur aldrei verið styttri

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni