Laugardalurinn er mjög skemmtilegt svæði og einstaklega hentugt fyrir útiveru.
Þar má finna Laugardalshöllina og Laugardalsvöll þar sem landsliðin okkar keppa flesta sína leiki, Laugardalslaugina, Skautahöllina og Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn.
Við Laugardalslaugina er World Class í Laugum sem er ein stærsta og vinsælasta líkamsrækt landsins.
Stutt er í Borgartún þar sem mikið er af atvinnutækifærum.
Þá er aðaltjaldstæði Reykjavíkur í Laugardal og dalurinn því vinsæll viðkomustaður ferðalanga.
Sjá einnig: Hverfin: Smárahverfið, Kópavogi
Fermetrasöluverð á sérbýli er búið að hækka um 6,91% að meðaltali á ári síðustu 5 ár og fermetrasöluverð á fjölbýli er búið að hækka um 7,88% að meðaltali á ári síðustu 5 ár.
Leiguverð hefur hækkað um 6,25% að meðaltali síðustu 5 ár.
Þessi söluverð eru miðuð við árin 2015 – 2020.
Fjöldi íbúa í póstnúmerinu 104 fór úr 9.280 árið 1998 í 9.986 árið 2021. Fjöldi íbúa í póstnúmerinu 105 fór úr 14.528 árið 1998 í 18.726 árið 2021. Laugardalur tilheyrir bæði 104 og hluta af 105.