Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% á milli mánaða frá október til nóvember 2023, og hefur þá hækkað fjórða mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS.
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 3,4%. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,5% og síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 1,3%.
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat
Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 0,8% á milli mánaða á meðan verð á fjölbýli hækkaði um 0,4% á milli mánaða.
Sjá einnig: Fasteignaverð heldur áfram að hækka
Hér fyrir neðan er hægt að sjá þróun vísitölu íbúðaverðs: