fbpx
Facebook
Twitter
LinkedIn
Picture of Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu mældist 37 dagar í júní en hann hefur aldrei verið styttri samkvæmt mánaðarskýrslu hagdeildar HMS.

Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði

“Í júní seldust um 50,8% af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4% seldust á auglýstu verði og 32,7% seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9% seldust á auglýstu verði, 14,3% fóru á yfirverði og 23,8% undir ásettu verði,” segir í skýrslunni.

Sjá einnig: Methlutfall íbúða seldist yfir ásettu verði.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er farið að hækka á ný

Samkvæmt vísitölu HMS mælist 12 mánaða breyting leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu 1,5% í júní, en þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem leiguverð hækkar á ársgrundvelli.

Verðhækkanir íbúða taka fram úr hækkun launa

“Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við 12 mánaða breytingu. Vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hækkaði til að mynda um 16% í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3% á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7%. Hlutfall vísitölu þjóðskrár og launavístölu hækkaði um 7,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra en um 6,6% í mánuðinum á undan,” segir í skýrslunni.

Sjá einnig: Fróðleikur um lán.

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni