Eftir að stýrivextir höfðu verið óbreyttir í 9,25% í meira en ár hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að lækka stýrivexti í síðustu 2 skipti.
Eftir miklar hækkanir og hátt vaxtaumhverfi síðastliðin 2 ár erum við loksins farin að sjá ljósið í endanum á göngunum. Vonandi!
Það sem við hjá Fasteignablogginu teljum líklegt er að núna sé byrjað lækkunarferli en það mun vera hægt. Þá mun Seðlabanki Íslands lækka vexti hægt og rólega út næsta ár þar til stýrivextir eru komnir í eðlilegar horfur.
En hvað þýðir þetta?
Bankarnir eru nú þegar byrjuð að lækka sýna vexti í takt við breytingarnar, þannig að þau sem eru með breytilega vexti á óverðtryggðum lánum ættu að vera farin að finna fyrir lægri greiðslubyrði.
Ef Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti þá mun fasteignamarkaður fara að jafnast út og auðveldara verður fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á markaðinn, en það gæti varið stutt því það hafa safnast upp kaupendur sem eru að bíða eftir betri lánakjörum til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þess vegna tel ég að Seðlabankinn mun fara mjög varlega í vaxtalækkanir.
Ef allt gengur eftir þá mun 2025 vera gott ár þar sem fólk er með meira á milli handanna, lánakjör betri og heilbrigðari fasteignamarkaður.
En við vitum aldrei hvað gerist og það gæti verið að ef vextir eru lækkaðir of hratt þá gætum við séð aftur of mikla hækkun á fasteignamarkaði sem gæti reynst erfitt að eiga við.