Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Þar með verða meginvextir bankans, sem eru vextir á sjö daga bundnum innlánum, 7,50%. Öll nefndin studdi ákvörðunina samhljóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.
Á sama tíma hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,45% á milli mánaða frá mars til apríl 2025. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS.
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 7,63% á meðan verðbólga stendur í 4,2%.
Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar segir að þó verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri, sé verðbólguþrýstingur enn til staðar.
“Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans,” segir í yfirlýsingu Peningastefnunefnd.
Þó svo að stýrivextir hafi verið að lækka þá gæti verið að það fari að hægjast á þeim lækkunum ef verðbólga fer ekki að að færast nær 2½% markmiði bankans.
Þetta er samt allt á leiðinni í rétta á og fasteignamarkaður er á réttri leið í eðlilegar horfur.