Lög, gjöld & skattar
Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.
Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.
Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.
Skattar af leigu íbúðarhúsnæðis einstaklinga er 22%.
Ekki er heimilaður frádráttur á móti leigutekjum og eru því brúttótekjur skattlagðar, en aðeins eru skattlagðar 50% af leigutekjum þar sem frítekjumark af útleigu íbúðarhúsnæðis er 50%, að öllum skilyrðum uppfylltum.
Þannig ef þú ert að leigja íbúð út á 300.000kr þá er skattur af leigunni 33.000kr.
Skatturinn er greiddur með skattframtali ár hvert.
Leiga á móti leigu
Ef maður hefur tekjur af útleigu íbúðarhúsnæði sem hann hafði til eigin nota og sem fellur undir húsaleigulög og á sama tíma leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, er heimilt að draga leigugjöldin frá leigutekjum.
Hér er hægt að skoða meira um leigutekjur: https://www.skatturinn.is/einstaklingar/fjarmagnstekjur/leigutekjur/leigutekjur
Leigusamningar
Leigusamningur um íbúðarhúsnæði: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/3fD45fs3CwUbQdXwl1ebrl/28a5156a71865821f39388e3c83110d1/HMS_Leigusamningur-Einstaklinga_1sept2024_1.pdf
Leigusamningur um atvinnuhúsnæði: