fbpx

Lögaðilar

Lög, gjöld & skattar

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.

Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.

Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.

Söluhagnaður og leigutekjur lögaðila

Skattur er greiddur af söluhagnaði íbúðarhúsnæðis ef eigandi íbúðarhúsnæðisins er lögaðili. 

 

Hægt að sækja um frestun á söluhagnaði en þá er hægt að fresta um 4 ár (25% á ári).

 

Skattur er greiddur af tekjum lögaðila, t.d. leigutekjum og söluhagnaði. Frá tekjum lögaðila má m.a. draga rekstrarkostnað þ.e. þau gjöld sem eiga á árinu að gagna til að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við þar á meðal iðgjöld til öflunar lífeyrisréttinda starfsmanna í lífeyrissjóði sem starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, vexti af skuldum, afföll, gengistöp, niðurfærslu og fyrningu eigna, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum, og það sem varið er til tryggingar og viðhalds á eignum þeim sem arð bera í rekstrinum sbr. 1. tl. 1. mgr. 31. gr. tekjuskattslaga.