fbpx

Stýrivextir óbreyttir, íbúðaverð hækkar

Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Peningastefnunefnd ákvað 20. ágúst 2025 að halda meginvöxtum áfram í 7,50%. Verðbólga mældist 4% í júlí, nefndin gerir ráð fyrir að hún taki tímabundið upp á ný næstu mánuði áður en hún hjaðnar á næsta ári. Eftirspurn hefur kólnað og spennan í hagkerfinu minnkað, en launahækkanir og verðbólguvæntingar eru enn yfir… Continue reading Stýrivextir óbreyttir, íbúðaverð hækkar

Úr 10,4% í 4,7% árshækkun á 6 mánuðum

Vísitala íbúðaverðs hækkaði lítillega í júní 2025 og mældist 111,4 stig, sem er 0,45 % hækkun frá maí (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun). Á síðustu tólf mánuðum nemur nafnverðshækkunin 4,7 %, en raunhækkun (að teknu tilliti til 4,2 % verðbólgu) er einungis 0,5 %. Vísitala íbúðaverðs frá byrjun árs Mánuður Vísitala Mánaðarbreyting 12 mánaða breyt. Jan 110,4… Continue reading Úr 10,4% í 4,7% árshækkun á 6 mánuðum

Eignasýn færir fasteignamarkaðinn nær þér

Við hjá Eignasýn viljum ekki bara bæta við þjónustu, heldur búa til nýja upplifun á fasteignamarkaðnum. Markmiðið er að eignir í sölu dreifist víðar, veki sterkari viðbrögð og fangi fleiri augu. Við viljum því marka okkur sérstöðu með því að bjóða upp á hágæða myndbandsupptökur, faglega framsetningu og áhrifaríka miðlun á bæði heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Það… Continue reading Eignasýn færir fasteignamarkaðinn nær þér

Fasteignamarkaður á valdi kaupenda á höfuðborgarsvæðinu

Í júní framkvæmdi HMS könnun meðal fasteignasala um stöðu markaðarins. Af þeim 330 sem fengu könnunina svöruðu 112, eða um 34%. Niðurstöðurnar sýna að fasteignasalar telja markaðinn nú vera á valdi kaupenda, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni eru þó fleiri sem sjá markaðinn sem í jafnvægi. Þetta er breyting frá fyrri mánuði þegar flestir töldu… Continue reading Fasteignamarkaður á valdi kaupenda á höfuðborgarsvæðinu

Vísitala íbúðaverðs lækkar

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða frá apríl til maí 2025. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS. 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 5,72% á meðan verðbólga stendur í 3,8%. Sérbýlishluti vísitölunnar á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,14% á milli mánaða á meðan verð á fjölbýli lækkaði um… Continue reading Vísitala íbúðaverðs lækkar

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent

Fasteignamat fyrir árið 2026 hefur verið birt, sem sýnir 9,2% hækkun frá fyrra ári. Hækkunin er mest á Suðurnesjum og Norðurlandi, en í Grindavík er matið óbreytt vegna óvissu og skorts á markaðsvirkni. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS. Helstu niðurstöður Á Suðurnesjum hefur eftirspurn á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leitt til hærri… Continue reading Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent

Vextir lækka, íbúðaverð hækkar

DCIM100MEDIADJI_0463.JPG

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Þar með verða meginvextir bankans, sem eru vextir á sjö daga bundnum innlánum, 7,50%. Öll nefndin studdi ákvörðunina samhljóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni. Á sama tíma hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,45% á milli mánaða frá mars til apríl 2025. Þetta kemur… Continue reading Vextir lækka, íbúðaverð hækkar

Vísitala íbúðaverðs hækkar örlítið

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,36% á milli mánaða frá febrúar til mars 2025. Þetta kemur fram í frétt á vef HMS. 12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 7,98% á meðan verðbólga stendur í 3,8%. Sérbýlishluti vísitölunnar á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,56% á milli mánaða á meðan verð á fjölbýli lækkaði um… Continue reading Vísitala íbúðaverðs hækkar örlítið

Mark­að­ur­inn hvorki á valdi kaup­enda né selj­enda

Birgðatími er sá fjöldi mánaða sem tekur að selja núverandi framboð miðað við það sem var selt í mánuðinum á undan. Birgðatíminn er um 4 mánuði þessa stundina á höfuðborgarsvæðinu, en í nágrenni höfuðborgarsvæðis og annars staðar á landinu er birgðatíminn um 5 mánuðir. Almennt bendir birgðartími á milli 3 og 6 mánaða til þess… Continue reading Mark­að­ur­inn hvorki á valdi kaup­enda né selj­enda

Stýrivextir lækka: hvað þýðir það?

Fasteignamat

Eftir að stýrivextir höfðu verið óbreyttir í 9,25% í meira en ár hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að lækka stýrivexti í síðustu 2 skipti. Eftir miklar hækkanir og hátt vaxtaumhverfi síðastliðin 2 ár erum við loksins farin að sjá ljósið í endanum á göngunum. Vonandi! Það sem við hjá Fasteignablogginu teljum líklegt er að núna sé… Continue reading Stýrivextir lækka: hvað þýðir það?