Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli mánaða frá júlí til ágúst 2022. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl 2020 sem vísitalan lækkar á milli mánaða.
Sjá einnig: Fasteignamat 2023. 19,9% hækkun.
12 mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu stendur þá í 23%. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 2,9% og síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 12,2% samkvæmt HMS.
Svo virðist sem að toppnum á fasteignamarkaði hafi verið náð, eða allavega hefur hækkun fasteignaverðs hægt á sér, sem er skiljanlegt þar sem vextir eru að hækka og meira framboð af fasteignum á markaði.