fbpx
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Ægir Hreinn Bjarnason

Ægir Hreinn Bjarnason

Starfar hjá Trausta fasteignasölu
690-5220
aegir@trausti.is

Ertu í söluhugleiðingum?
Fáðu frítt söluverðmat með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Hver er munurinn á fasteignamati og brunabótamati? Í þessari frétt verður farið yfir muninn á þeim og tilgang þeirra.

Fasteignamat
Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði. Með öðrum orðum þá er fasteignamat það verð sem fasteignin hefði selst fyrir í febrúarmánuði árið á undan.

Fyrirhugað mat er hægt að sjá frá og með 1. júní ár hvert. Matið tekur svo gildi 31. desember.

Byggingarfulltrúar í hverju sveitarfélagi fyrir sig senda Þjóðskrá upplýsingar um allar nýjar fasteignir, breytingar á þeim og upplýsingar um niðurrifin hús og nýjar eignaskiptayfirlýsingar. Skráningu eignanna í fasteignaskrá er þá breytt í samræmi við tilkynningarnar. 

Tilgangur fasteignamats
Tilgangur fasteignamats, samkvæmt Þjóðskrá, er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts. Fasteignagjöld miðast þar með við mat á febrúarverðlagi ári áður en gjöldin eru lögð á.

Fasteignamat hefur verið notað sem viðmið í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Sumar lánastofnanir miða einnig veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati.

Sjá einnig: Hver er munurinn á fasteignamati og söluverðmati?

Brunabótamat
Brunabótmat er vátryggingarfjárhæð húseigna sem iðgjöld lögbundinna brunatrygginga taka mið af.

Brunabótamat gildi fyrir þau verðmæti í húseigninni sem geta eyðilagst í eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, ástands, slits og viðhalds eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa.

Tilgangur brunabótmats
Tilgangur brunabótamats er að finna vátryggingarfjárhæð húseigna, þannig að ef það t.d. kveiknar í húsinu er hægt að reikna þá fjárhæð sem íbúar fá í hendurnar til að byggja húsið upp á nýtt.

Sjá einnig: 7,4% hækkun á fasteignamati

Skráðu þig á póstlista

Við sendum fréttir af fasteignamarkaðnum, góð ráð og fleira tengt fasteignum :)

Tengt efni