fbpx

Lög

Lög, gjöld & skattar

Hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlit yfir valin lög, gjöld og skatta sem tengjast fjárfestingum í fasteignum, útleigu og þess háttar.

Athugið: það eru ekki öll lög tilgreind hér, en þetta er aðeins til að auka skilning á lögum, gjöldum og sköttum við að fjárfesta í fasteignum. Við mælum með að skoða öll viðeigandi lög og ítarefni eða leita sér fagaðstoðar áður en tekin er ákvörðun um að fjárfesta í fasteignum.

 

Smelltu á það sem þú vilt skoða hér fyrir neðan.

Nokkur valin lög úr húsleigulögum

 

Í leigusamning skal m.a. koma fram:

1. Nöfn, heimilisföng og kennitölur samningsaðila.

2. Greinargóð lýsing á hinu leigða

3. Hvort húsnæðið sé ætlað sérstökum hópum leigutaka, svo sem eldra fólki og námsmönnum.

4. Sá eignarhluti [fjöleignarhúss] eða fasteignar sem leigjanda er leigður [ásamt fasteignanúmeri hans og íbúðanúmeri, ef við á]. 

5. Staða rafmagnsmælis og heitavatnsmælis við afhendingu húsnæðis, þegar slíkur mælir er sérgreindur fyrir leiguhúsnæðið, og dagsetning álesturs.] 

6. Hvort samningur sé tímabundinn eða ótímabundinn.

7. Fjárhæð húsaleigu og hvort, [hvenær] og hvernig hún skuli breytast á leigutímanum.

8. Hvar og hvernig greiða skuli leiguna.

9. Hvort leigjandi skuli setja tryggingu og með hvaða hætti.

10. Niðurstöður úttektar á hinu leigða, m.a. úttektar á brunavörnum.

11. Forgangsréttur leigjanda skv. X. kafla.

12. Sérákvæði ef um þau er samið og lög heimila.

13. Nafn, heimilisfang og kennitala umboðsmanns leigusala og leigjanda.

 

Leigusamning má ýmist gera til ákveðins tíma eða ótímabundinn.

Leigusali greiðir öll fasteignagjöld, þ.m.t. fasteignaskatt og tryggingaiðgjöld.

 Þegar íbúðarhúsnæði er í fjöleignarhúsi skal leigusali greiða sameiginlegan kostnað skv. 43. gr. laga um fjöleignarhús, svo sem framlag til sameiginlegs reksturs og viðhalds sameignar, þar á meðal vegna lyftubúnaðar, hitunar, lýsingar og vatnsnotkunar í sameign, svo og kostnað vegna endurbóta á lóð eða húseign.

 Leigusali skal greiða árgjöld veitustofnana, sem reiknast af matsverði húsnæðis, rúmfangi þess eða öðrum slíkum gjaldstofnum, án beinna tengsla við vatns- eða orkukaup. Þar sem veitustofnanir innheimta sérstakt gjald fyrir leigu á mælum eða öðrum slíkum búnaði sem þær leggja til skal leigusali greiða það gjald.

 Leigjandi greiðir vatns-, rafmagns- og hitunarkostnað í hinu leigða húsnæði. Leigjandi skal tilkynna viðeigandi veitustofnunum að hann sé nýr notandi. Leigjanda ber þó ekki að tilkynna um slíkt þegar heitavatnsmælir er ekki sérgreindur fyrir leiguhúsnæðið.

 Heimilt er að víkja frá skiptingu reksturskostnaðar skv. 23. gr. og 23. gr. a, enda séu slík frávik tilgreind í leigusamningi.

 Áður en afhending hins leigða húsnæðis fer fram er leigusala rétt að krefjast þess að leigjandi setji honum tryggingu fyrir réttum efndum á leigusamningnum, þ.e. fyrir leigugreiðslum og skaðabótum vegna tjóns á hinu leigða sem leigjandi ber ábyrgð á samkvæmt ákvæðum laga þessara eða almennum reglum.

 Uppsagnarfrestur ótímabundins leigusamnings skal vera:

 Einn mánuður af beggja hálfu á geymsluskúrum og þess háttar húsnæði til hvers sem það er notað.

   Þrír mánuðir af beggja hálfu á einstökum herbergjum.

   Sex mánuðir af beggja hálfu á íbúðarhúsnæði. Hafi leigjandi haft íbúðarhúsnæði á leigu lengur en tólf mánuði skal uppsagnarfrestur af hálfu leigusala vera tólf mánuðir sé um að ræða lögaðila sem í atvinnuskyni leigir út viðkomandi íbúðarhúsnæði.

   Sex mánuðir af beggja hálfu á atvinnuhúsnæði fyrstu fimm ár leigutímans, níu mánuðir næstu fimm ár og síðan eitt ár eftir tíu ára leigutíma.

 Ákvæði 1. mgr. um uppsagnarfrest gilda einnig við uppsögn tímabundins leigusamnings af hálfu leigusala skv. 50. gr.

Hægt er að kafa betur í húsleigulögin hér: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994036.html
 
 

Breytingar á húsaleigulögum 1. september 2024

Vísi­tölu­teng­ing styttri samn­inga óheim­il

Ekki verður heimilt að semja um að leiguverð taki breytingum á samningstímanum ef um samning er að ræða sem er til 12 mánaða eða skemur. Þetta þýðir t.d. að vísitölutenging leigufjárhæðar er ekki lengur leyfileg þegar um er að ræða tímabundna samninga, nema að tímalengd þeirra sé 13 mánuðir eða lengri.

Fleiri breytingar

Breyt­ing­ar á leigu­fjár­hæð leyfi­leg­ar að ákveðn­um skil­yrð­um upp­fyllt­um

a. Ef leigusali er lögaðili og rekstrarkostnaður hans hækkar.

b. Ef leigjandi eða leigusali vill samræma leiguverðið við markaðsverð á sambærilegu húsnæði.

c. Ef óhagnaðardrifin leigufélög vilja jafna leigufjárhæð á sambærilegu húsnæði í þeirra eigu til að stuðla að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun.

 

Leigu­sali verð­ur að kanna hvort leigj­andi ætli að nýta sér for­gangs­rétt

 

Upp­sögn ótíma­bund­inna samn­inga án ástæðu óheim­il

 

Hér er hægt að skoða meira um breytingarnar:

https://hms.is/frettir/breytt-husaleigulog-taka-gildi-i-september