Mánaðarvelta fasteigna í júní 2022 var 92.516 milljónir króna eða rúmlega 92 milljarðar. Mánaðarvelta á höfuðborgarsvæðinu var 67.931 milljónir króna eða tæplega 68 milljarður.
Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.
Sjá einnig: Fasteignamat 2023. 19,9% hækkun.
Fjöldi kaupasamninga í júní 2022 voru 687 á höfuðborgarsvæðinu en þar af voru 79 kaupsamningar á sérbýli, 522 kaupsamningar á fjölbýli, 76 kaupsamningar á atvinnuhúsnæðum, 5 kaupsamningur á sumarhúsum og 5 kaupsamningar sem flokkast undir annað.
Fjöldi kaupsamninga voru 1.217 um land allt. Þar af voru 274 kaupsamningar á sérbýli, 740 kaupsamningur á fjölbýli, 120 kaupsamningar á atvinnuhúsnæðum, 55 kaupsamningar á sumarhúsum og 28 kaupsamningar sem flokkast undir annað.
Þegar júní 2022 er borinn saman við maí 2022 fækkaði kaupsamningum um 4,7% en velta hækkaði um 9,9%. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 3,6% á milli mánaða en velta hækkaði um 11,1%.